NA RFI's profile

Skiltamálun Reykjavíkur

Branding
KYNNING - INTRUDUCTION
 
 
 
Skiltamálun Reykjavíkur er alíslenskt fyrirtæki sem stofnað er í þeim tilgangi, að koma hér á skiltamálun, sem jafnast á við þá iðn erlendis, bæði hvað GÆÐI og VERÐ snertir. Skiltamálun Reykjavíkur er nýtísku skiltagerð sem um árabil hefur málað listaverk og auglýsingar á skilti og veggi Íslendinga. Þá eru málarar okkar sérlega laghentir. 

Ef hugmynd er um að mála letur á hús, eða skilti, þá ráðlegg ég yður að hafa samband við Skiltamálun Reykjavíkur.

Þess skal geta að Skiltamálun Reykjavíkur hefur þegar náð almennum vinsældum hvarvetna. Meðal viðskiptavina okkar má nefna þjóðþekktu listamennina Sigga Eggerts og Söru Riel, en viðskiptavinum sem nýtt hafa sér þjónustu okkar ber saman um að betri skiltamálun hafi þau hvergi kynnst.

Málum út um allt land. Vönduð vinnubrögð, góðir greiðsluskilmálar.
________
 
 
 
 
 
VERKEFNIÐ - THE PROJECT
Sjávarklasinn
Hafið þjer nýverið farið út á Granda? Þar hefur Íslenski Sjávarklasinn nú tekið upp iðju sína, auglýsinga teiknarinn Björgvin Fridgeirsson var fengin til teiknunar. Hann teiknaði upp núverandi útlit en Skiltamálun Reykjavíkur málaði, utan sem innan.
 
 
Siggi Eggertsson
Nú á dögunum hefur nýtt veggverk, á húsgafl Hönnunarmiðstöðvar Íslands, litið dagsins ljós. Teikninguna gerði heimsþekkti Íslendingurinn Siggi Eggertsson en hana málaði Skiltamálun Reykjavíkur.
 
 
ATMO
Verzlunarhúsnæði gamla Gallerí Sautján hefur nú heldur betur tekið á sig nýja mynd en á dögunum opnaði í by gingunni stærsta hönnunar verzlun landsins. Myndlistar maðurinn MUNDI skapaði myndverkið en Skiltamálun Reykjavíkur málaði.
 
 
Rán Flygenring
„Biðsvæði“, verkefni Reykja-víkurborgar vakti mikla lukku. Var veggmynd Ránar Flygenring, við Óðinstorg partur af því verkefni, en Skiltamálun Reykjavíkur sá um uppsetningu veggmyndar-innar, almennt þótti prýði af. Hefur verkefnið hlotið töluverða athygli, en birtar voru myndir bæði í Morgun-blaðinu og ferðamannablaðinu Grapevine.
 
 
Sköpunarmiðstöðin - IN HERE
Nú nýverið hefur alldeilis birt yfir gamla hraðfrystihúsi Stöðvarfirðinga, þar hafa listamenn tekið sér bólfestu og stefnt er á að byggja upp sköpunarmiðstöð í plássinu. Skiltamálun Reykjavíkur var fengin til þess að prýða húsnæðið merki starfseminnar, og almennt þótti vel takast til.
 
 
Sara Riel
Eflaust hafa margir spurt sig hvað um sje að vera við Nýlendugötu. Nú hefur hin landsþekkta listakona, Sara Riel, nýverið lokið vegg-listaverki sínu við Ný-lendugötu í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur.
 
 
 
 
 
VEGGSPJÖLD - POSTERS
 
 
 
HEIMASÍÐUR - WEBSITE
Eflið Íslenzkan iðnað!
Skiltamálun Reykjavíkur
Published:

Project Made For

Skiltamálun Reykjavíkur

Skiltamálun Reykjavíkur or "Reykjavik Sign Painters" is a sign painting company located in Reykjavik, Iceland. The branding is in Icelandic to ap Read More

Published: